Þetta eru veruleiki blökkumanna árið 2020 – „Ekki snerta neitt sem þú ætlar ekki að kaupa“
Áhrifamikið myndband sýnir af hverju réttindabarátta svartra skiptir verulegu máli.


Bandaríkjamaðurinn Cameron Welch var aðeins ellefu ára þegar hann var búinn að leggja á minnið langan lista um hvernig hann ætti að haga sér. Það var móðir hans sem lét hann leggja atriðin á listanum á minnið til að vernda hann gegn lögregluofbeldi, en Welch er blökkumaður.
Nú er Welch orðinn átján ára gamall og í ljósi mótmælaöldunnar sem riðið hefur yfir Bandaríkin vegna morðsins á George Floyd ákvað Welch að deila listanum í áhrifamiklu myndbandi á TikTok. Myndbandið hefur svo sannarlega slegið í gegn og hefur verið líkað við það tæplega 3 milljón sinnum þegar þetta er skrifað.
Á listanum er meðal annars að finna leiðbeiningar um hvernig hann eigi að haga sér úti á götu, inni í búð eða í bíl.
Listinn:
– Ekki setja hendur í vasa.
– Ekki setja hettu yfir hausinn.
– Ekki vera úti ber að ofan.
– Láttu fólk vita staðsetningu þína, þó þú sért bara neðar í götunni.
– Ekki vera of lengi úti.
– Ekki snerta neitt sem þú ætlar ekki að kaupa.
– Ekki yfirgefa verslun án kvittunar eða poka, jafnvel þó þú sért bara að kaupa tyggjópakka.
– Forðastu að láta líta út fyrir að þú sért að rífast við annan aðila.
– Aldrei yfirgefa heimilið án skilríkja.
– Ekki keyra um í hlýrabol.
– Ekki keyra um með höfuðklút (e. du-rag).
– Ekki fara út á almannafæri í hlýrabol eða með höfuðklút.
– Ekki keyra með tónlistina hátt stillta.
– Ekki stara á hvíta konu.
– Ekki rífast við lögregluþjón ef hann stöðvar þig og byrjar að spyrja spurninga. Þú skalt frekar miðla málum.
– Ef þú ert stöðvaður af lögreglu skalltu setja hendur á mælaborðið og spyrja hvort þú megir ná í öku- og skráningarskírteini.
Welch ákvað að birta myndbandið eftir að hann frétti af morðinu á George Floyd, en fjórir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir morðið. Hann vonar að myndbandið breyti einhverju og að fleiri skilji veruleika svartra einstaklinga í Bandaríkjunum, og úti um allan heim.
Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan:
@skoodupcamJus some unwritten rules my mom makes me follow as a young black man ##fyp ##blacklivesmatter