Ég elska Sesar salat og ég elska lasagna. Því ég varð ég himinlifandi þegar ég fann þessa uppskrift á vefnum Delish því hún sameinar þetta tvennt á dásamlegan hátt. Mæli hiklaust með þessum mat!

Sesar lasagna

Hráefni:

12 lasagnanúðlur
6 sneiðar beikon, skornar í litla bita
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 bollar spínat
1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
1/2 bolli kjúklingasoð
2 bollar Caesar-salatsósa
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
1 msk. sítrónusafi
chili flögur
salt og pipar
1 bolli rifinn kjúklingur
2 bollar rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Eldið lasagnanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og raðið núðlunum á ofnplötu. Steikið beikon þar til það er stökkt og leggið það til þerris á pappírsþurrku. Halið beikonfeitinni á pönnunni og steikið hvítlauk yfir meðalhita í um 1 mínútu. Hrærið spínati og tómötum saman við og eldið í um 3 mínútur. Takið blönduna úr pönnunni. Hellið kjúklingasoði á pönnuna og náið upp suðu. Setjið Caesar-sósu, parmesan, sítrónusafa og chili flögur út í og saltið og pipar. Takið af hellunni. Setjið þunnt lag af sósu í botninn á eldföstu móti. Hellið smá sósu yfir núðlurnar og toppið síðan með kjúklingi, rifnum osti, beikoni og tómatablöndunni. Rúllið núðlunum upp og raðið þeim með sárið niður í eldfast mót. Hellið meiri sósu yfir þær og smá rifnum osti. Bakið í 15 til 20 mínútur.