Hin vinsæla, indverska Tik Tok-stjarna Siya Kakkar lést fimmtudaginn 25. júní síðastliðinn, aðeins 16 ára gömul.

Umboðsmaður stjarnanna, Arjun Sarin, staðfestir þetta á Instagram með því að deila mynd af Krakkar með orðunum:

„Ekki fleiri orð. Þú verður alltaf besti listamaðurinn. Hvíl í friði.“

Ekki er búið að gefa út dánarorsökina en indverski miðillinn India Today fullyrðir að Kakkar hafi framið sjálfsvíg.

Frægðarsól Kakkar á Tik Tok var fljót að rísa en rúmlega tvær milljónir manna fylgja henni á samfélagsmiðlinum. Hennar einkennismerki á miðlinum voru skemmtileg dans- og söngvamyndbönd. Um leið og andlát hennar komst í fréttir voru aðdáendur fljótir að skrifa samúðarkveðjur á síðuna hennar á Tik Tok.

@siya_kakkarNa chahat ki kami thi, na chahne valo ki♥️ ##foryou ##tiktokindia ##trending ##viral ##siyakakkar ##fyp @tiktok_india♬ original sound – diimpledanypaul786

„Við vitum aldrei hvar er að bærast um í fólki. Við ættum að taka vel eftir ástvinum okkar. Stundum þarfnast þeir hjálpar,“ skrifar einn aðdáandi og annar bætir við:

„Vonandi finnur þú frið. Þú varst of ung til að fara.“

Fréttanetið bendir á símaþjónustu Læknavaktarinnar 1770 og hjálparsíma Rauða krossins 1717, bæði númer eru ókeypis og opin allan sólarhringinn. Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552 2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Bráðaþjónusta geðsviðs Landspítalans þar er sími 543 4050 .