Two and a Half Men-stjarna látin
Fjölskyldan var við sjúkrabeð hennar þegar hún lést.


Leikkonan Conchata Ferrell, sem er hvað þekktust fyrir að leika húshjálpina Bertu í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men, lést mánudaginn 12. október, 77 ára að aldri.
Ferrell fór í hjartastopp á Sherman Oaks-sjúkrahúsinu í Kaliforníu og lést í kjölfarið. Fjölskylda hennar var með henni þegar hún lést samkvæmt frétt Deadline.
Ferrell var lögð inn á sjúkrahús í desember í fyrra vegna nýrnasýkingar. Eftir útskrift var hún rúmföst heima hjá sér og þurfti að gangast undir langa og stranga endurhæfingu. Í maí á þessu ári var hún aftur lögð inn á sjúkrahús og fór í hjartastopp nokkrum dögum síðar. Í kjölfarið var henni haldið á gjörgæsludeild í fjórar vikur.

Ferrell lét fyrst ljós sitt skína í leiklistinni á áttunda áratug síðustu aldar í leikritinu The Hot I Baltimore. Hún fékk fyrstu Emmy-tilnefninguna árið 1992 fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum L.A. Law. Þar lék Ferrell lögfræðinginn Susan Bloom. Hún fékk aftur tilnefningar til Emmy-verðlaunana árið 2005 og 2007 fyrir hlutverk sitt í Two and a Half Men.
Ferrell skilur eftir sig eiginmann, eina dóttur og tvær stjúpdætur.
Meðleikarar Ferrell í Two and a Half Men hafa látið falleg orð falla um vinkonu sína á samfélagsmiðlum, eins og sést hér fyrir neðan:
an absolute sweetheart
a consummate pro
a genuine friend
a shocking and painful loss.Berta,
your housekeeping
was a tad suspect,
your „people“keeping was perfect.💕©️💕 pic.twitter.com/cJMK8APgQV
— Charlie Sheen (@charliesheen) October 13, 2020
She was a beautiful human
Berta’s gruff exterior was an invention of the writers. Chatty’s warmth and vulnerability were her real strengths.
I’m crying for the woman I’ll miss, and the joy she brought so many. https://t.co/SucL6gFaAR
— Jon Cryer (@MrJonCryer) October 13, 2020
Þá er Adam Sandler einnig meðal stjarna sem hafa minnst Ferrell:
RIP. Great lady. Will be missed terribly. So sorry to her family. pic.twitter.com/6Y9oMdLXOP
— Adam Sandler (@AdamSandler) October 13, 2020
You must be logged in to post a comment.