Það sómir sér fátt betur á veisluborði en fallega skreytt kaka. Það er ákveðin tækni fólgin í því að skreyta kökur og mörgum sem fallast hendur við það verkefni.

Hér eru hins vegar 5 myndbönd sem gætu hjálpað fólki sem vill læra listina að skreyta kökur.

Erfiðara en maður heldur

Hér fyrir neðan kennir Baker Bettie, eða Bakara-Bettie, einfaldlega hvernig á að setja krem á kökur áður en þær eru skreyttar. Hljómar einfalt en er erfiðara en maður heldur. Æfingin skapar meistarann!

Ber að ofan með stút

Matt Adlard er alltaf ber að ofan í eldhúsinu og sýnir hér sjö aðferðir til að skreyta með stútum. Þessar aðferðir eru frekar einfaldar en ég mæli með því að fólk æfi sig fyrst áður en það skreytir kökur eða bollakökur:

Engin tól og tæki

Hér er ofsalega gott myndband þar sem farið er yfir hvernig má skreyta köku án nokkurra tóla eða tækja. Það má alltaf redda sér:

Drip, drip, drip

„Drip“ kökur hafa notið gífurlegra vinsælda síðustu misseri en þá er súkkulaði látið leka niður með hliðunum. Í þessu myndbandi fer Bollaköku-Jemma yfir það hvernig það er gert:

Fimm leiðir

Svo þegar þú ert búin/n að ná þessu nokkurn veginn er gott að fá hugmyndir að leiðum til að skreyta kökur, eins og til dæmis í þessu myndbandi þar sem sýndar eru fimm mismunandi leiðir til að skreyta köku. Mundu bara að í skreytingum eru engin takmörk!