Hin 51 árs gamla Julie Loving fæddi stúlkubarn þann 2. nóvember síðastliðinn. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að stúlkubarnið er hennar eigið ömmubarn.

Julie ákvað að hjálpa dóttur sinni, hinni 29 ára Breanna Lockwood, stærstu gjöfina með því að vera staðgöngumóðir hennar. Stúlkubarnið hefur fengið nafnið Briar Juliette Lockwood, en millinafnið er í höfuðið á ömmunni.

Breanna og eiginmaður hennar geta ekki eignast börn með hefðbundnum hætti og því ákvað Julie að ganga með barnið með fósturvísum sem búnir voru til með tæknifrjóvgun. Ferlið gekk ekki þrautalaust fyrir sig, eins og fylgjendur Breanna á samfélagsmiðlum hafa fengið að fylgjast með. Þurftu hjónin til að mynda að fara í 64 blóðprufur, fengu tæplega fimm hundruð sprautuð og gengust undir sjö skurðaðgerðir áður en Julie var með barni. Nú er barnið fætt og allir í skýjunum. Þá hefur Breanna misst fóstur tvisvar og fengið utanlegsfóstur.

„Móðir mín var rokkstjarna í erfiðri fæðingu,“ skrifar Breanna á Instagram.

„Ég er orðlaus yfir fórninni sem hún færði til að gefa okkur þessa litlu sneið af himnaríki. Hjartað mitt slær ótt og títt þegar ég held á dóttur minni. Þessi tilfinning að ég myndi gera hvað sem er fyrir þetta barn hríslast um mig alla þegar ég horfi á hana og ég hugsa um hvað móðir mín gerði fyrir mig.“

Hamingjuóskum rignir yfir Breanna, Julie og litlu hnátuna. Móður, ömmu og barnið heilsast vel.

„Ég finn svörin við öllum ákvörðunum sem ég tek fyrir dóttur mína með því að muna hvernig móðir mín ól mig upp,“ skrifar Breanna. „Móðir mín Julie og Briar hafa það gott og eru hraustar. Ég á eftir að deila svo miklu um fæðinguna en núna ætla ég og eiginmaður minn að drekkja í okkur ungbarnaminningar.“