Rúmlega þrjár milljónir Kit Kat-súkkulaðistykkja eru framleidd á degi hverjum, sem þýðir að Kit Kat er eitt vinsælasta súkkulaðistykki í heiminum. Fólk hefur misjafnar aðferðir við að borða góðgætið, en hér eru nokkrar staðreyndir sem þú vissir hugsanlega ekki um Kit Kat.

Nafnið

Nafnið á Kit Kat-stykkjunum er vísan í svokallaðar Kit-Cat-klúbba þar sem stuðningsmenn Viggara hittust reglulega. Eigandinn Christopher Catling sérhæfði sig í kjötbökum sem allir kölluðu Kit Cat, sem var stytting á nafni Christophers. Joseph Rowntree, einn af stofnendum sælgætisframleiðandans Rowntree sem bjó til Kit Kat, tryggði sér vörumerkið Kit Kat árið 1911.

Nýmjólkurskortur

Fyrst um sinn var Kit Kat eingöngu framleitt úr mjólkursúkkulaði. Í heimstyrjöldinni seinni var hins vegar mikill skortur á ýmsum nauðynjavörum, þar á meðal nýmjólk. Það var því erfitt fyrir Rowntree að framleiða Kit Kat með mjólkursúkkulaði. Því ákváðu yfirmenn hjá Rowntree að draga úr nýmjólkurnotkun og þannig fæddist Kit Kat með dökku súkkulaði.

Blátt Kit Kat.

Bláir fingur

Þegar að dökka súkkulaðið fæddist ákvað fyrirtækið að breyta lit umbúðanna úr rauðum í bláan. Þannig voru umbúðir Kit Kat í fimm ár.

Heilalím

Slagorð Kit Kat, Have a Break, Have a Kit Kat, var búið til árið 1958 og vísaði í unaðslega smellinn sem heyrist þegar að stykkið er brotið í sundur. Auglýsingar fyrir Kit Kat með laginu Gimme A Break fóru fyrst í loftið árið 1986 og vöktu gríðarlega lukku. Rannsóknir hafa sýnt að lagið er mikið heilalím og skipar sér í raðir með lögum eins og Y.M.C.A og Who Let the Dogs Out.

Því að ég á fingur…

Hver eining af Kit Kat er í daglegu tali kölluð fingur. Fjöldi fingra í hverju Kit Kat er mismunandi eftir löndum. Til dæmis hefur þriggja fingra Kit Kat verið selt í Mið-Austurlöndum og í Japan eru seldar smærri útgáfur af fingrunum. Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi finnast Kit Kat með hvorki meira né minna en tólf fingrum.

Kit Kat á ýmsa vegu

Kit Kat er notað í matargerð um heim allan og hefur til að mynda verið djúpsteikt, bakað og fryst. Kit Kat er líka ekki það sama og Kit Kat, en mörg hundruð bragðtegundir af Kit Kat hafa verið framleiddar víða um hem. Japan á vinninginn þegar kemur að óvenjulegum Kit Kat-stykkjum og eru til rúmlega tvö hundruð bragðtegundir þar í landi af súkkulaðinu vinsæla, þar á meðal Kit Kat með sojasósu og Kit Kat með sakebragði.

Það eru til alls konar Kit Kat.

Einstök fylling

Og með hverju er Kit Kat fyllt? Jú, niðurmuldum Kit Kat stykkjum sem hafa brotnað í framleiðsluferlinu.

Hér má sjá myndband sem sýnir framleiðsluferli Kit Kat: