Ég elska fátt meira en einfaldar uppskriftir sem allir geta farið eftir. Þessa ofureinföldu uppskrift fann ég á vefsíðunni Gourmandize. Við erum að tala um 4 hraéfni og útkoman er geggjuð Nutella brúnka, eða brownie. Algjör unaður!

Nutella brúnkur

Hráefni:

1 1/3 bolli Nutella
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk lyftiduft
2 egg

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C og smyrjið kassalaga form, sirka 18×18 sentímetra stórt. Gott er að setja smjörpappír í botninn. Blandið Nutella og eggjum vel saman. Bætið hveiti og lyftidufti saman við og hrærið þar til allt er blandað saman, en passið að hræra ekki of lengi. Skellið deiginu í formið og dreifið úr því með sleikju. Bakið í um 20 mínútur og leyfið kökunni að kólna í um korter áður en hún er tekin úr forminu.