Ég er rosalega mikil hamborgarakona. Þegar ég fann þessa uppskrift á síðunni A Hint of Rosemary slefaði ég aðeins of mikið og bara varð að prófa. Og viti menn – þessi hamborgari er gjörsamlega trylltur!

Camembert borgarar með steiktum eplum

Hráefni:

500 g nautahakk
1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
¼ tsk. allspice
115 g camembert ostur
2 msk. smjör
1 msk. ólífuolía
1 lítill laukur, þunnt skorinn
2 meðalstór epli, svo sem Pink Lady, afhýdd og skorin í báta
4 hamborgarabrauð
mæjónes, má sleppa
2 msk. fersk steinselja

Aðferð:

Blandið hakki, salti, pipar og allspice saman með höndunum og mótið 4 hamborgara með smá dæld í miðjunni, Kælið borgarana. Skerið ostinn í bita. Hitið 1 matskeið af smjöri og ½ matskeið af olíu á stórri pönnu yfir meðal hita. Bætið lauk á pönnuna og saltið. Eldið í um 5 mínútur með lokið á pönnunni. Hrærið reglulega í lauknum. Setjið lauk í skál. Bætið 1 matskeið af smjöri og ½ matskeið af olíu í pönnuna og steikið eplin í um 3 mínútur. Hrærið og eldið í 8 mínútur í viðbót. Takið pönnuna af hellunni og saltið eplin. Setjið þau í skál. Lækkið hitann og steikið borgarana í um 4 mínútur. Snúið þeim við og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Setjið ost á hverja sneið og setjið lokið á pönnuna. Eldið í 1-2 mínútur til viðbótar. Hitið brauðin ef þið viljið. Smyrjið síðan mæjónesi á þau, svo epli, þá borgara og loks lauk. Drissið steinselju ofan á laukinn og lokið borgaranum.