Ég er svo mikill sætindagrís að það hálfa væri nóg. Þessar Nutella trufflur tikka í öll mín box og mæli ég hiklaust með þeim en uppskriftina fann ég á vefsíðunni Gourmandize.

Nutella trufflur

Hráefni:

100 g dökkt súkkulaði
3 1/4 bolli rjómi
3/4 bolli Nutella
1 1/4 bolli heslihnetur, saxaðar

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Ef ofninn er notaður má aðeins bræða súkkulaðið í 30 sekúndur í senn og hræra á milli. Hitið rjómann þar til hann er við suðu. Blandið saman við súkkulaðið í þremur skömmtum og hrærið vel á milli. Blandið þar til blandan er silkimjúk. Bætið Nutella við og hrærið vel. Geymið í ísskáp í 3 klukkutíma. Dreifið heslihnetunum á ofnplötu og ristið í ofni við 175°C í um 15 mínútur. Náið í súkkulaðiblönduna og búið til litlar kúlur úr henni. Veltið kúlunum upp úr heslihnetunum. Þessar kúlur geymast í ísskáp í um 5 daga en hverfa fljótt!