Það eru einhverjir sem reyna að sneiða hjá kolvetnum í lífinu en þá er ómögulegt að búa sér til hefðbundna, grillaða samloku sem klikkar aldrei þegar maður er hugmyndalaus í eldhúsinu. Ég fann þessa uppskrift og myndband á vefnum Delish (já, hann er í uppáhaldi!) og ákvað að prófa! Viti menn, þetta er bara rosalega, rosalega gott!

Grilluð blómkálssamloka

Hráefni:

1 blómkálshaus, skorinn í mjög litla bita, líkt og hrísgrjón
2 egg, þeytt
½ bolli parmesan ostur, rifinn
½ tsk. oreganó
1½ bolli rifinn ostur

Aðferð:

Blandið blómkáli, eggjum, parmesan og oreganó vel saman í skál. Saltið og piprið. Hitið pönnu yfir meðalhita og spreyið hana með bökunarspreyi. Setjið vænan skammt af deiginu á pönnuna. Mótið brauðsneið úr deiginu, en hægt er að steikja tvær sneiðar í einu. Steikið í fimm mínútur og snúið við og steikið í þrjá mínútur til viðbótar. Toppið aðra sneiðina með osti og setjið hina sneiðina ofan á ostinn. Steikið þar til osturinn bráðnar, í um 2 mínútur á hvorri hlið. Berið strax fram.