Bæjarfjölmiðill Reykjanesbæjar, Víkurfréttir, heldur úti beinu streymi frá Keili og skjálftasvæðinu á Reykjanesi.

Jarðskjálftahrina síðustu daga hefur líklegast ekki farið framhjá neinum en í dag dró til tíðinda þegar að óróapúls hófst klukkan 14.20 suður af Keili við Litla-Hrút. Óróapúls eru litlir, vaxandi skjálftar með stuttu millibili. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en eldgos er þó ekki hafið enn. Hugsanlega hefst það á næstu klukkutímum, hugsanlega ekki.

Því er um að gera að hafa kveikt á beinu streymi frá Víkurfréttum til að fá fréttir af skjálftasvæðinu beint í æð.

Streymið má sjá hér fyrir neðan: