Bendir á ótrúlegar staðreyndir um The Truman Show
Tókst þú eftir öllum þessum smáatriðum?


Twitter-notandinn Marc Moran hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum með þræði þar sem hann bendir á ótrúlegar staðreyndir um kvikmyndina The Truman Show frá árinu 1998 með Jim Carrey í aðalhlutverki.
The Truman Show er af mörgum talin ein af bestu myndum kvikmyndasögunnar en í grunninn fjallar hún um manninn Truman Burbank sem er aðalstjarna sjónvarpsþáttar án þess að vita af því.
Í fyrrnefndum þræði Morans, sem sjá má hér fyrir neðan, fer hann yfir ýmis smáatriði í kvikmyndinni sem áhorfendur hafa hugsanlega ekki tekið eftir, til dæmis að Truman þurfi að taka D-vítamín töflur því hann fær ekki D vítamín úr sólinni út af því að hann lifir lífinu innan veggja myndvers.
Þá bendir Moran einnig á að það séu faldar myndavélar út um allt í „bænum“ sem Truman býr í og að Truman hlusti ávallt á klassíska tónlist í útvarpinu því það er leikur einn að öðlast réttinn til að fá að spila klassíska tónlist í sjónvarpsþáttum.
Kíkið á þráðinn hér fyrir neðan – hann er mjög áhugaverður:
The Truman Show is filled with a crazy amount of little details so here’s a thread of some of my favourites: https://t.co/T1ysdDip8h
— marc moran (@moranmarc13) July 4, 2020