Örbylgjuofninn virðist oft soga að sér alls kyns óhreinindi og fitu og hugsanlegu eru einhverjir þarna úti sem hreinlega gleyma að þrífa hann þar sem hann er kannski ekki í daglegri notkun.

Það er einfaldara en þú heldur að þrífa örbylgjuofninn vel, bæði að innan og utan.

Örbylgjuofninn þrifinn að innan

Setjið 1 bolla af vatni í skál sem þolir örbylgjuofn ásamt sítrónu-, læm- eða appelsínusneiðum. Kreistið safanum úr sneiðunum í vatnið áður en þið setjið þær í vatnið. Einnig er hægt að blanda 1 bolla af vatni saman við nokkrar matskeiðar af hvítu ediki eða eplaediki saman í skál sem þolir örbylgjuofn. Skálin er sett inn í örbylgjuofninn og kveikt á ofninum á fullum styrk í nokkrar mínútur, eða þar til blandan sýður og gufa myndast á glerinu. Slökkt á örbylgjuofninum og blöndunni leyft að sitja inni í honum í fimm mínútur. Síðan er skálin fjarlægð og óhreinindi þurrkuð af með hreinni tusku eða svampi.

Örbylgjuofninn þrifinn að utan

Best er að þrífa gúmmíið utan um hurðina með rökum svampi sem er dýft í matarsóda. Síðan er gúmmíið þrifið með rökum klút.

Glerið er best að þrífa með blöndu af vatni og ediki, þar sem jöfnum hlutum af hvoru tveggja er blandað saman. Síðan er skolað með vatni og þurrkað. Ef að mikil fita er á hurðinni er gott að nota uppþvottalög og vatn til að ná öllu af.