Bandarísku turtildúfurnar Timothy Diethrich og Beth Hawkins gengu í það heilaga þann 6. júní síðastliðinn.

Það væri svo sem ekki í frásögur færandi hér á litla Íslandi enda brúðhjónin algjörlega óþekkt hér á landi. Hins vegar ákvað Brúðguminn að koma brúði sinni skemmtilega á óvart í veislunni.

Diethrich fékk svaramennina með sér í lið og dönsuðu þeir saman trylltan dans við Eurovision-lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem hefur farið sigurför um heiminn.

Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér fyrir neðan og óskar Fréttanetið brúðhjónunum innilega til hamingju með lífið og ástina.