Þegar er kalt á kvöldin þá þrái ég oftar en ekki einhvern rosalega djúsí kvöldmat – eins og réttinn hér fyrir neðan sem ég fann á síðunni The Oven Light. Þessi er svo mikil negla að það hálfa væri nóg!

Djúsí kjúklingaréttur

Hráefni:

2-3 kjúklingabringur
2½ bolli ósoðin, brún hrísgrjón
1 bolli salsa sósa
115 g rjómaostur
2 msk. taco kryddblanda
425 g svartar baunir
450 g rifinn ostur
salt og pipar
kóríander
avókadó

Aðferð:

Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið ofninn í 175°C. Setjið kjúklingabringur í eldfast mót og hellið ½ bolla af salsa sósu yfir þær. Bakið í um 25 mínútur. Takið kjúklinginn úr ofninum og látið hann hvíla í tíu mínútur. Rífið kjúklinginn niður með gaffli og setjið til hliðar. Ekki slökkva á ofninum. Smyrjið annað eldfast mót og leggið til hliðar. Blandið ½ bolla af salsa sósu, rjómaosti, taco kryddi, baunum og kjúklingi saman við hrísgrjónin. Saltið og piprið. Setijð blönduna í eldfasta mótið sem er búið að smyrja og dreifið ostinum yfir. Bakið í 20 mínútur. Skreytið með kóríander og avókadó og berið fram.