Þessi ómótstæðilegi ís er einfaldasti ís í heimi. Já, ykkur finnst ég kannski yfirlýsingaglöð en kíkið bara á uppskriftina. Það hefur aldrei verið svona fljótlegt að búa til bragðgóðan ís heima.

Í uppskriftinni er karamellusósa og ef þið viljið búa til ykkar eigin þá mæli ég alltaf hiklaust með þessari.

Einfaldasti ís í heimi

Hráefni:

2 bollar rjómi
1 dós sæt mjólk (sweetened condensed milk)
1 tsk vanilludropar
9 kexkökur
1/2 bolli karamellusósa

Aðferð:

Þeytið rjómann og blandið honum síðan varlega saman við mjólkina og vanilludropa. Grófsaxið kexið og blandið því saman við. Takið til form sem þið viljið nota – ég notaði hefðbundið brauðform. Setjið 1/3 af blöndunni í formið og drissið síðan karamellusósu yfir. Endurtakið þar til öll ísblandan er komin í formið. Setjið í frysti yfir nótt og berið síðan fram með enn meiri karamellusósu.