Ég fann þessa uppskrift á síðunni Cheese Curd in Paradise og hún hefur aldrei brugðist mér. Tilvalinn réttur þegar maður nennir ómögulega að elda og tíminn er af skornum skammti.

Pasta pottréttur

Hráefni:

500 g farfalle pasta
500 g nautahakk
4½ bolli marinara-sósa eða tómat pastasósa
½ bolli ricotta ostur eða kotasæla
1½ bolli rifinn ostur
salt og pipar

Aðferð:

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið síðan vatninu af pastanu. Brúnið hakkið á pönnu. Bætið marinara-sósu, ricotta osti og ½ bolla af rifnum osti saman við hakkið og hrærið vel. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Lækkið hitann og blandið pastanum saman við hakkið. Hrærið varlega í blöndunni þar til allt er blandað saman. Drissið restinni af ostinum ofan á réttinn og leyfið ostinum að bráðna áður en þið berið fram.