Andrés Pétur Rúnarsson, löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali, kynnir til sölu rekstur á veitingastaðnum Burro og Pablo Discobar í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða tvær einingar í sama rekstri og selst í einu lagi. Annars vegar einn vinsælasti skemmtistaður landsins, Pablo Discobar, og hinsvegar einn vinsælasti veitingastaður landsins Burro (sjá heimasíður hér að neðan).

Í húsnæðinu var áður rekstur veitingastaðarins Einars Ben. Eftir sölu þess staðar 2015 gekk húsnæðið í gegnum endurnýjun lífdaga. Þá var allt nýtt sett inn á staðinn, allt í eldhúsi var keypt nýtt og barinn smíður nýr frá grunni ásamt öllum innrétingum á Burro og ný húsgögn. Bruni varð á efri hæðinni þar sem Pablo er síðasta vor og hefur efri hæðin verið tekin í gegn með nýju rafmagni, nýjum innréttingum og nýju hljóðkerfi, auk þess sem brunavarnir hafa verið styrktar. Brunavarnir eru eins og best er á kosið, staðurinn var endurbyggður af tryggingafélagi í samráði við slökkviliðið

Húsaleiga er um 1,2 mkr á mánuði.
Leigusamningur er til 7 ára; mögulega 10 ára.

Vegna brunans og Covid-19 hefur starfsemi legið niðri um hríð. Brátt sér fyrir endann á Covid og endunýjun húsnæðisins eftir brunann er lokið.

Báðir staðir hafa verið á flestum listum yfir besta bar eða besta veitingastað síðustu ára, Pablo var valinn besti nýi barinn 2016 og besti barinn 2017, og er nánast á öllum topp 5 listum yfir „best of“ þegar kemur að börum.
Þetta er eitt sterkasta vörumerki landsins í þessum bransa og það vita allir á Íslandi hvaða staður Pablo Discobar er og hann er einnig vel þekktur erlendis.

Einnig var veitingastaðurinn mjög vinsæll og það er nokkuð ljóst að þegar staðirnir opna aftur verða þeir mjög vinsælir og langir biðlistar eftir að komast að á þeim.

Pablo / Burro

Burro: https://baulhus.com/project/burro-tapas-steaks/
Pablo: https://baulhus.com/project/pablo-discobar/

Seljandi metur þá aðila sem sýnt hafa áhuga og ákveður hvort þeir fái að skoða húsnæðið og fái aðgang að nánari upplýsingum um rekstur.