Fallegt raðhús við Giljaland í Fossvoginum í Reykjavík er komið á sölu. Um er að ræða tæplega 240 fermetra raðhús og er ásett verð tæpar 110 milljónir.

Björt stofa.

Húsið er endaraðhús á fjórum pöllum. Það er búið tveimur baðherbergjum og fimm svefnherbergjum og hentar því vel fyrir stórar fjölskyldur.

Grænt og vænt.

Búið er að endurnýja húsið töluvert. Á fyrstu hæð er til dæmis eldhús sem var endurnýjað 2018 eftir teikningum Steinunnar Halldórsdóttur innanhúsarkitekts.

Eldhúsið.

Eitt herbergi í húsinu hefur vakið sérstaka athygli en það er annað af tveimur baðherbergjum. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan er einstakur aukahlutur í herberginu – nefnilega stöðumælir. Gott grín sem gæti skemmt tilvonandi kaupendum um ókomna tíð.

Baðherbergið fræga.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.