Það eru til alls konar mögulegar og ómögulegar tegundir af bananabrauði en þessi uppskrift af Delish toppar þær allar!

Bananabrauð með karamellusósu

Hráefni:

115 g smjör, brætt
1 bolli hveiti
1 tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
¾ bolli sykur
¼ bolli súrmjólk
1 tsk. vanilludropar
1 stórt egg
1 eggjarauða
4 þroskaðir bananar, 3 maukaðir og 1 skorinn í sneiðar
½ bolli þykk karamellusósa + meira til að skreyta með
sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið ílangt brauðform með smjöri. Dustið smá hveiti einnig í formið. Blandið síðan hveiti, matarsóda og salti vel saman í skál. Blandið sykri, smjöri, súrmjólk, vanilludropum, eggi og eggjarauðu saman í annarri skál þar til blandan er silkimjúk. Blandið þurrefnunum saman við og hrærið þar til allt er vel blandað saman. Blandið síðan maukuðu banönunum og karamellusósunni vel saman við. Hellið deiginu í formið og dreifið bananasneiðunum yfir. Bakið í eina klukkustund og leyfið brauðinu að hvíla í 10 mínútur áður en það er borið fram. Skreytið með karamellusósu og sjávarsalti rétt áður en það er borið fram.