Ég fann þennan einfalda og fljótlega rétt á vefsíðunni The Daily Meal, en hér er um að ræða algjöra lágmarks fyrirhöfn í eldhúsinu. Skella bara nokkrum hráefnum saman og baka í hálftíma. Algjör snilld!

Brokkolíréttur

Hráefni:

1 dós rjómalöguð sveppasúpa
2 bollar soðin hrísgrjón
170 g cheddar ostur
60 g smjör, brætt
1 poki frosið brokkolí, soðið
1 laukur, saxaður
brauðrasp (má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 150°C. Setjið lauk, ost og súpu í skál. Hellið bræddu smjör yfir og blandið vel saman. Bætið brokkolí og hrísgrjónum saman við. Blandið öllu vel saman. Hellið blöndunni í vel smurt eldfast mót. Stráið brauðrasp yfir og bakið í 30 mínútur.