Viðskipta- og hagfræðingurinn Guðmundur Franklín Jónsson er meðal þeirra sem ætla að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands. Kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi ef frambjóðendur, aðrir en sitjandi forseti, herra Guðni Th. Jóhannesson, ná tilskyldum fjölda meðmælenda.

Guðmundur þekkir kosningabaráttu vel en hann bauð sig fram í forsetakosningunum árið 2016. Hann dró hins vegar framboð sitt til baka í apríl það árið og lýsti yfir stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson, sem þá var forseti Íslands. Þá hefur Guðmundur einnig boðið sig fram til Alþingis.

Guðmundur hefur hafið kosningabaráttu sína, en eins og Fréttanetið sagði frá fyrir stuttu svipar kynningarefni hans til herferðar Alexandriu Ocasio Cortez þegar hún bauð sig fram til þingmennsku í New York 2018.

Líkindi með auglýsingaplakötum Guðmundar Franklíns og Alexandriu Ocasia Cortez

Fréttanetið veit ekki hvort það er með ráðum gert hjá Guðmundi, en fór á stúfana og fann fimm önnur kosningaplaköt sem Guðmundur gæti endurgert á íslenskan máta.

Á slóðum feminisma

Hið fræga „We Can Do It!“ plakat fæddist upp úr seinni heimsstyrjöldinni í Bandaríkjunum, nánar tiltekið árið 1943. Um er að ræða mjög feminiskt plakat sem átti að hvetja kvenkyns starfsmenn til dáða.

Tími fyrir góðæri

Guðmundur Franklín gæti einnig leitað í smiðju kosningastjóra John F. Kennedy, sem gegndi embætti forseta Bandaríkjanna frá árinu 1961 og þar til hann var ráðinn af dögum árið 1963.

Einfalt en áhrifamikið

Forsetaframbjóðandinn íslenski gæti fært sig nær nútímanum og endurgert frægt plakat Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017. Þarf maður annars ekki alltaf smá von í lífinu?

Umdeilt slagorð

Groddalegt plakat núverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, gæti litið einhvern veginn svona út í meðförum Guðmundar Franklíns.

Úr dægurmenningu

Svo gæti Guðmundur Franklín kosið einfaldleikann og vísað í eina frægustu kvikmynd síðari ára, Napoleon Dynamite, með slagorðinu „Guðmund sem forseta“, með vísan í slagorðið einfalda „Vote for Pedro“.