Hundurinn Berkley býr með eiganda sínum, Christine Jo Miller, eiginmanni hennar og tveggja ára dóttur þeirra, Elainey. Christine og eiginmaður hennar höfðu áhyggjur af Berkley þegar Elainey var ungbarn, því Berkley er fjörugur hundur, svo ekki sé minnst á afar stór. Töldu þau að það væri hætta á að Berkley gæti skaðað Elainey án þess að gera sér grein fyrir því.

„Ég hélt honum í öruggri fjarlægð frá henni því hann er svo stór,“ segir Christine í samtali við vefsíðuna The Dodo. Síðar kom í ljós að Christine var með óþarfa áhyggjur.

Hundurinn Berkley.

„Það eina sem gerði hana glaða þegar hún var ungbarn var að vera með honum. Þannig að þegar við leyfðum honum að vera í kringum hana sáum við hve blíður hann í raun er,“ segir Christine.

Það má því segja að hjónin á heimilinu hafi uppgötvað alveg nýja hlið á hundinum sínum þegar að litla barnið kom í heiminn, en þetta var aðeins byrjunin á einstökum vinskap.

Þegar að Elainey var um átta mánaða aldurinn settu Miller-hjónin upp myndavélar í barnaherberginu til að geta fylgst með dóttur sinni þegar hún svaf. Þegar að þau skoðuðu upptökurnar úr myndavélunum sáu þau að þau voru ekki þau einu sem höfðu áhyggjur af litlu hnátunni.

„Við góumuðum hann um leið og við fengum myndavélarnar,“ segir Christine. „Það var eins og hann vissi að hann ætti skyldum að gegna og sú skylda væri að passa hana.“

Þannig er mál með vexti að Berkley fer inn í herbergi Elainey á hverju einasta kvöldi, gengur að rúminu hennar, athugar hvort er í lagi með hana og fer síðan út. Miller-hjónin fylgjast að sjálfsögðu með gangi mála til að tryggja að ekkert komi upp á.

Vinirnir.

„Hann hefur aldrei farið inn í herbergið hennar til að gera eitthvað brjálað. Hann bara kíkir á hana, snýr sér við og fer, þannig að ég veit að þetta er skylda hans í fjölskyldunni,“ segir Christine.

Elainey og Berkley eru í dag bestu vinir, einstakir vinir í raun eins og oft vill verða með hunda og mannfólk. Litla stúlkan kann vel að meta að hundurinn passi hana á nóttunni þegar hún sefur.

„Ég sagði henni að hann kíkir á hana til að passa upp á hana á nóttunni. Hún bara brosti og sagði: Æææææ.“

@christinejomiller

We don’t deserve dogs. #bernesemountaindog #foryou #fyp #bestfriendgoals #dogsoftiktok #relationshipgoals #sendmeonmyway #wholesomemoments #tiktok

♬ Send Me on My Way – Guy Meets Girl