Frábært myndband af Íslendingum slær í gegn á Tik Tok
„Ímyndið ykkur þetta fyrir utan gluggann ykkar á hverju kvöldi.“


Áhrifavaldurinn Kyana Sue Powers birtir stórkostlegt myndband á Tik Tok sem hefur farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlinum.
Í myndbandinu sjást nokkrir Íslendingar sitja við sjónvarpið að horfa á heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Síðan færir Kyana myndavélina og áhorfendur sjá norðurljósin dansa á himninum fyrir utan.
Þetta finnst útlendingum algjörlega magnað, það er að segja að Íslendingar sitji yfir boltanum í staðinn fyrir að dást að norðurljósunum. Margir eru á því að þeir myndu sitja úti á hverju kvöldi ef þetta útsýni væri í boði. Einhverjir benda hins vegar á að Íslendingar séu of góðu vanir, sjái norðurljósin margoft á hverjum vetri og því ekkert tiltökumál.
Myndbandið er samt bráðskemmtilegt, eins og sést hér fyrir neðan:
@kyanasue Imagine this outside your window every night #iceland #reykjavik #íslandtiktok #northernlights #northernlightsiceland ♬ STAY – The Kid LAROI & Justin Bieber