Fréttanetið ætlar að gefa heppnum lesendum 10 þúsund króna gjafabréf sem gildir bæði á Dillon Whiskey Bar og Chuck Norris Grill, í tilefni af stærsta tónleikaviðburði ársins sem fer fram í garðinum á Dillon Whiskey Bar.

Þeir sem vilja reyna að næla sér í gjafabréf frá Fréttanetinu á meðan á hátíðinni stendur þurfa að vera vinir Fréttanetsins á Facebook og segja okkur hverjum þeir ætla að bjóða með sér.

Sjá einnig:

Stærsti tónlistarviðburður ársins verður ókeypis í garðinum á Dillon Whiskey Bar í sumar

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ákváðu að blása til tónleikaraðar fyrst ekki var hægt að halda hátíðina í ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Fyrstu tónleikarnir fara fram helgina 4. og 5. júlí næstkomandi. Eftir það munu fara fram tónleikar alla laugardaga og sunnudaga ásamt einhverjum föstudögum fram yfir Menningarnótt. Lokatónleikarnir verða 23. ágúst, sem er lokadagur menninngardagshátíðarinnar sem kynnt var nýlega. Hvern dag munu koma fram að minnsta kosti 4 íslenskar hljómsveitir eða stakir tónlistarmenn. Samtals verða þetta 8 helgar, 17 tónleikar og að minnsta kosti 64 stakir listamenn/hljómsveitir. Við bætum hugsanlega við um verslunarmannahelgi og menningarnæturdagana.

Eftirfarandi listamenn og hljómsveitir munu koma fram á hátíðinni:

Afro/Cuban Kvartett Einars Scheving (Ari Bragi, Eyþór Gunnar og Róbert Þórhallsson) , Ása, Ateria, Benni & Máni b2b, Bensol, Bjartmar Guðlaugsson, Beggi Smári, Blaffi x Örvar,Blaz Roca, Blóðmör, Captain Syrup, Carla, KrBear,Celebs, Cell 7, Daníel Hjálmtýsson ásamt hljómsveit, Diamond Thunder, Dimma, DJ Margeir,Dread Lightly,Elín Ey, Elli Grill, Eyvi, Fox Train Safari, Frid, Grúska Babúska, GG Blús, Högni Egils, Iris Arnis, Jói Pé og Króli, Krassasig, Kría, Krish, Krummi, Mæðraveldið, Magnús Sigmundsson, Mighty Bear, Omotrack, Orang Valante, Rívars x Karakter x Ægir, Rokky, Ruddagaddur, Rúnar Þór, Séra Bjössi, Sindri Eldon and the Ways, Sprite Zero Klan, SunCity, Svavar Knútur, TTT & SamWise, Une Misere, Valby bræður, Vicky, Vintage Caravan, Volcanova, Warmland, We Made God, Zöe, Þórunn Antonía.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá helgarinnar 4. og 5. júlí:

Laugardagur
17-17.45 – Bjartmar Guðlaugsson
18-18.45 – Þórunn Antonía
19-19.40 – DJ Margeir
20-21 – DJ Margeir

Sunnudagur
17-17.45 – Elín Ey
18-18.45 – Högni Egils
19-19.40 – Orang Volante
20-21 – Reggea Forever

Kíkið á Facebook-síðu Fréttanetsins og takið þátt!