Stundum nennir maður ekki þrasi við matarborðið og þá er einfaldast að útbúa eitthvað sem allir geta sætt sig við – eins og þessar pítsu quesadillur. Uppskriftina fann ég á síðunni Pumpkin ´n Spice og hún hefur ekki valdið mér vonbrigðum hingað til!

Pítsu Quesadilla

Hráefni:

1 msk. smjör
2 stórar hveiti tortilla-kökur
2 msk. pítsasósa
¼ bolli rifinn ostur
10 pepperóní sneiðar
¼ tsk. ítalskt krydd
smá hvítlaukskrydd

Hráefni:

Bræðið smjör yfir meðalhita á stórri pönnu. Leggið tortilla-kökur á flatan borðflöt og dreifið pítsasósunni yfr aðra þeirra. Dreifið osti, pepperóní, ítölsku kryddi og hvítlaukskryddi yfir sósuna og lokið þessu með hinni tortilla-kökunni. Leggið „samlokuna“ varlega á pönnuna og steikið á hvorri hlið í 3 til 4 mínútur. Berið strax fram, hugsanlega með meiri pítsasósu.