Ég fann þessa uppskrift að ofureinföldum eftirrétti á vefsíðunni The Big Man’s World og féll kylliflöt fyrir henni. Auðvitað er hægt að breyta uppskriftinni þannig að hún sé ekki ketó, allt eftir því í hvernig skapi maður er.

Ketó kókosís

Hráefni:

400 ml kókosmjólk (kæld í ísskáp í um klukkustund)
3/4 bolli möndlu- eða kasjúsmjör (hægt að skipta út fyrir annað hnetusmjör)
1/4 bolli ketó hlynsíróp (eða venjulegt hlynsíróp)
1/2 tsk kókosbragðefni (eða vanilludropar)
1 msk kókosflögur (má sleppa)

Aðferð:

Takið til form sem þolir frysti og setjið það í frystinn. Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til blandan er þykk og rjómakennd. Hellið blöndunni í formið og setjið í frysti. Hrærið í blöndunni á kortersfresti fyrsta klukkutímann. Frystið síðan í 3 klukkutíma. Skreytið með kókosflögum.