Gengið út frá því að Glee-stjarnan sé látin
Harmleikurinn við Piru vatn.


Lögregluyfirvöld við Piru vatn í Kaliforníu ganga nú út frá því að Glee-stjarnan Naya Rivera sé látin og er nú leitað að líki hennar í og við vatnið. Us Weekly segir frá.
Tilkynnt var um hvarf leikkonunnar síðdegis miðvkudaginn 8. júlí eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti sem mæðginin höfðu tekið á leigu. Leit að leikkonunni hófst samstundis og stóð til klukkan tíu það kvöld. Leitin hélt áfram árla næsta morguns og taka um áttatíu manns þátt í leitinni. Notaðar eru þyrlur, bátar og fjórhjól við leitina.
Sjá einnig:
Syni Rivera, Joey, heilsast vel en hann á Rivera með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Dorsey.
Joey fannst íklæddur björgunarvesti sofandi á bátnum. Annað fullorðinsvesti fannst í bátnum og því telur lögregla að Rivera hafi ekki verið í vestinu þegar þau mæðginin fengu sér sundsprett í vatninu. Rivera komst aldrei aftur í bátinn eftir sprettinn.
Rivera deildi mynd af þeim mæðginum á Twitter daginn fyrir atvikið og skrifaði við hana: „Bara við tvö“.
just the two of us pic.twitter.com/wCunAlGJ1B
— Naya Rivera (@NayaRivera) July 7, 2020
Rivera er þekktust fyrir að leika Santana Lopez í sjónvarpsþáttunum Glee og hafa stjörnurnar sent henni og fjölskyldu hennar hlýjar hugsanir á þessum erfiða tíma.
„Við þurfum allar bænir ykkar til að fá Naya aftur heim til okkar,“ skrifar leikkonan Heather Morris, sem lék kærustu Rivera í Glee, á Instagram. „Við þurfum ást ykkar og ljós.“
Þá hefur kassamerkið #PrayForNaya verið notað til að lýsa eftir stjörnunni.
You must be logged in to post a comment.