Stundum rekst ég á uppskriftir á netinu sem ég fell algjörlega fyrir – þetta er ein af þeim. Þessa fann ég á matarvefnum Delish og hún gæti ekki verið einfaldari. Þetta kvöldsnarl hittir alltaf í mark, en hægt er að velja sykurlausa karamellusósu og sykurlaust súkkulaði til að gera þetta aðeins hollara.

Epli með karamellu og súkkulaði

Hráefni:

3 græn epli
1 bolli karamellusósa
1 bolli kókosflögur
½ bolli dökkt súkkulaði
3 msk smjör

Aðferð:

Skerið eplin í sneiðar og skerið miðjuna úr hverri sneið. Blandið karamellusósu og kókosflögum vel saman í skál og hellið blöndunni yfir hverja eplasneið. Blandið súkkulaði og smjöri saman í lítilli skál sem þolir örbylgjuofn. Bræðið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur í senn og hrærið á milli þar til allt er bráðnað. Drissið yfir eplasneiðarnar og berið fram.