Planið var að vera með sumarmarkað fyrstu helgina í maí en þegar samkomubann, covid og allt skall á þá þurftum við að hugsa málið öðruvísi og færa markaðinn yfir á netið og þá varð Heima Pop up til. Það sló heldur betur í gegn. Fyrirtækin lögðu sig öll fram að auglýsa netmarkaðinn, betrumbæta heimasíður sínar og gera notendavænni og þægilegri netverslun. Það má segja að covid hafi ýtt á fyrirtæki að taka til á netinu og styrkja þannig netsölu í leiðinni.

Eftir fyrsta Heima pop up ákváðum við strax dagsetninguna 8. og 9. Ágúst og síðustu vikuna í júlí voru takmarkanir hertar og má segja að seinni bylgja covid skall á. Kostirnir eru margir að hafa netsölu á þessum tíma. Viðskiptavinir þurfa ekki að fara útúr húsi og geta slakað á heima í notalegheitum og verslað og fengið vörurnar sendar heim og að sjálfsögðu í leiðinni styrkt íslenska verslun.

Heima Pop Up verður stærsta heimapartý ársins þar sem fjöldi fyrirtækja koma saman og bjóða upp á ýmis tilboð, kaupauka eða eitthvað extra fyrir viðskiptavininn. Tilvalin viðburður á tímum samkomubanns. Á síðunni verða ýmsir flokkar sem gefur viðskiptavinum góða yfirsýn yfir verslanir og með því að ýta á vörumerki fyrirtækja lendir viðkomandi beint inn á vefsíðu fyrirtækisins.
Úrvalið er fjölbreytt og þægilegt að fara á eina yfirlitssíðu sem tilgreinir öll þau fyrirtæki sem bjóða eitthvað extra þessa helgina 8 og 9 ágúst.

Nú eru skráðar yfir 180 fjölbreyttar verslanir. Allur skalinn af verslunum, heimilisvörur, fatnaður, barnavörur, íþróttavörur, gjafavörur, lífstílsvörur, unaðsvörur, snyrtivörur, skartgripir, hönnun & handverk og margt fleira.

Viðburður er komin í loftið hér: https://www.facebook.com/events/219762849268151/ 

Sjá einnig

Litla hugmyndin sem sló í gegn