Ég fann æðislega uppskrift um daginn á bloggsíðunni Gimme Delicious, en um er að ræða kvöldmat sem hægt er að útbúa á aðeins 20 mínútum. Ég elska svoleiðis tímasparnað!

Hér fyrir neðan er uppskriftin, en þetta er tilvalinn helgarmatur.

Sesam kjúlli

Hráefni:

450 g kjúklingabringur, skornar í bita
2 msk maíssterkja
salt og pipar
1 msk ólífu- eða sesamolía
soðin hrísgrjón
lítið búnt af vorlauk, saxað

Sósa:

3 msk sojasósa
2 msk hunang
1 tsk sriracha sósa (meira af maður vill vel sterkan rétt)
1 tsk ferskt engifer, rifið
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
2 msk sesamfræ
1 msk sesamolía (má sleppa)

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum í sósuna saman í meðalstórri skál og setjið til hliðar. Blandið kjúklingi, maíssterkju, salti og pipar saman í stórri skál. Hitið pönnu yfir háum hita. Bætið olíu á pönnuna og síðan kjúklingnum. Steikið kjúklinginn í 5-6 mínútur og bætið síðan sósunni saman við. Látið malla í 3-4 mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað. Takið af pönnu og stráið vorlauk og sesamfræjum yfir. Berið strax fram með hrísgrjónum.