Þessa uppskrift fann ég á síðunni Gimme Some Oven og sé aldeilis ekki eftir að hafa prófað hana! Þvílíkur snilldarréttur sem hentar hvaða dag vikunnar sem er.

Fullkominn kjúklingaréttur

Hráefni:

1 msk. púðursykur
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar
ólífuolía
4 kjúklingabringur
1 sítróna, skorin í sneiðar
fersk steinselja, grófsöxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Blandið sykri, hvítlauk, papriku, salti og pipar saman í skál. Drissið ólífuolíu yfir kjúklingabringurnar. Kryddið þær með kryddblöndunni þannig að bringurnar séu huldar í blöndunni. Raðið sítrónusneiðum á ofnplötu og raðið kjúklingabringunum ofan á þær. Bakið í um 25 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Pakkið bringunum inn í álpappír og leyfið þeim að hvíla áður en þær eru bornar fram. Skreytið með steinselju og njótið.