Hvar er best að staðsetja heita pottinn? Er hægt að draga úr vindi í garðinum með rétt staðsettum skjólveggjum? Vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við hjá Urban Beat nú upp á ráðgjafarþjónustu, Hugmyndaráðgjöf fyrir garðinn, sem snýst um afmörkuð og minni svæði í garðinum eins og innkeyrslu eða sólpall.

Innkeyrslan útfærð

Hvernig kem ég fleiri bílum fyrir í innkeyrslunni? Hvaða hellur færu vel við húsið eða kæmi vel út að steypa planið? Steyptir veggir, beð, gönguleið að húsi, hjólaskýli, sorpgeymsla, það er að mörgu að huga þegar innkeyrslan er skipulögð. Það skiptir miklu máli bæði fyrir notagildi og heildarútlit hússins að hlutirnir séu skipulagðir vel strax frá upphafi því mistökin geta verið dýrkeypt. Þá er þægilegt að vinna eftir Hugmyndaráðgjafarteikningu sem inniheldur allar þær upplýsingar sem iðnaðarmenn þurfa á að halda við framkvæmdir við innkeyrsluna.

Þessar myndir sýna sama hluta garðsins fyrir og eftir Hugmyndaráðgjöf

Pallurinn planaður

Á undanförnum árum höfum við séð ófá dæmi þess að byggðir séu sólpallar við hús án þess að dæmið sé hugsað til enda. Jafnvel eru skjólveggir staðsettir þannig að þeir magna frekar upp vind eða skyggja á sólina. Hvar er besta skjólið? Hvernig get ég staðsett útieldhúsið og heita pottinn? Á óskalista garðeigenda eru margir hlutir sem hægt er að leysa og útfæra í Hugmyndaráðgjöf. Pergóla, kampavínsveggur, kaldur og heitur pottur, útisturta, útieldhús – möguleikarnir eru margir og spennandi. Hvernig vilt þú hafa þinn sælureit?

 

Veröndin

Hvaða möguleika býður garðurinn minn upp á? Hvaða yfirborðsefni færu vel við stíl hússins? Hellur, timbur, flísahellur? Oft fæðast skemmtilegar lausnir í samvinnu hönnuða og garðeigenda, stundum leynast í garðinum möguleikar sem eigendur hafa ekki komið auga á. Og með vel útfærðri teikningu með málsetningum sem auðvelt er að vinna eftir fæðist falleg verönd eða dvalarsvæði sem lengir sumarið og bætir við flatarmál hússins.

Einföld og hagkvæm leið

Hugmyndaráðgjöf er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur. Ferlið við gerð teikningarinnar er lifandi og byggist á samvinnu hönnuðar og garðeigenda. Garðeigandinn sendir okkur heimilisfang, ljósmyndir, óskalista og upplýsingar um hvaða svæði eigi að hanna. Þessar upplýsingar notar hönnuðurinn til þess að undirbúa ráðgjafartíma. Einnig mætir hönnuður á svæðið, skoðar og tekur myndir.

Ráðgjafartíminn fer fram á skrifstofu okkar í Faxafeni 10 en þá hittast garðeigandi og hönnuður, fara yfir óskalistann og velta upp hugmyndum. Að því loknu hefst hönnuður handa við útfærslu og frágang teikningar sem garðeigandinn fær senda í tölvupósti ásamt málsettri grunnmynd og þrívíðum sjónarhornum. Mögulegt er að panta viðbótarþjónustu ef óskað er eftir ljósahönnun, gróðurvali eða öðrum sérteikningum.

1. Undirbúningur:

Garðeigandinn sendir heimilisfang, ljósmyndir, óskalista og upplýsingar um hvaða svæði eigi að hanna. Þessar upplýsingar notar hönnuðurinn til þess að undirbúa ráðgjafartíma. Einnig mætir hönnuður á svæðið, skoðar og tekur myndir. Ekki er gert ráð fyrir að garðeigandi sé heima þegar hönnuður mætir.

2. Ráðgjafartími:

Garðeigandinn mætir til okkar í Faxafen 10 þar sem við tökum fund og ræðum hugmyndir. Gert er ráð fyrir rúmlega hálftíma fundi.

3. Teikning:

Hönnuður setur teikninguna upp með skýringum og málsettri grunnmynd og sendir til garðeigandans í tölvupósti sem PDF skjal, bæði málsetta grunnmynd og þríðvíðar teikningar. Þú getur svo prentað þær út á heimilisprentaranum, sent á prentstofu og fengið A3 teikningar (sem er raunstærðin) eða bara skoðað á spjaldtölvu eða skjá.


Ráðgjöfin nær til svæðis allt að 200 m2 og snýr að útfærslu á stéttum og pöllum. Gögnin sem koma út úr ráðgjöfinni eru:

1. Grunnmynd með skýringum um allt sem snýr að palli, hellum og stétt

2. Málsett grunnmynd

3. Yfirlitsmyndir í þrívídd

4. Augnhæðarmyndir í þrívídd

Teikningar úr Hugmyndaráðgjöf innihalda upplýsingar fyrir iðnaðarmenn til að vinna eftir en mögulegt er að panta viðbótarþjónustu eins og lýsingarhönnun, grindarteikningar af pöllum eða gróðurplan til að auðvelda framkvæmdina enn meira.

 

4. Viðbótarþjónusta:
Hafir þú áhuga á að fá sérteikningar sem viðbótarþjónustu bjóðum við upp á eftirfarandi kosti:

1. Lýsingateikningu

2. Gróðurplan

3. Nákvæmt hæðarplan

3. Grindarteikningu af palli

4. Grindarteikningu í kringum heitan pott

5. Sérteikningu af girðingu

6. Sérteikningu af vinnuborði, kampavínsvegg eða bekk

7. Breytingar, rukkaðar í tímavinnu

Við hjá Urban Beat vonum svo sannarlega að hér sé komin hagkvæm og þægileg leið til að taka mikilvægar ákvarðanir um hönnun garðsins og hvernig hann nýtist sem sælureitur næstu ár og áratugi. Við hlökkum til að sjá ykkur hér á teiknistofunni okkar í Faxafeni 10!