Ég elska djúsí huggunarmat og enn betra ef fyrirhöfnin í eldhúsinu er ekki mikil. Þessi humarloka tikkar í öll box en uppskriftina að henni fann ég á matarvefnum Delish. Verði ykkur að góðu!

Humarloka

Hráefni:

340 g humarhalar, hreinsaðir, soðnir og skornir í bita
55 g smjör
4 pylsubrauð
2 msk. ferskur graslaukur, saxaður
salt og pipar
sítrónubátar, til að bera fram með

Aðferð:

Bræðið 2 matskeiðar af smjöri og penslið allar hliðar pylsubrauðanna. Hitið pönnu yfir meðalhita og setjið brauðin á hana með opnu hliðinni niður. Steikið í 1 til 2 mínútur. Takið brauðin af pönnunni og setjið restina af smjörinu á hana. Lækkið hitann. Hitið humarinn í nokkrar mínútur á meðan þið hrærið vel í þannig að humarinn verði þakinn af smjöri. Saltið og piprið. Fyllið brauðin með humrinum og skreytið með graslauk. Berið fram með sítrónubátum.