Hundar fá sér blund – Þessar myndir munu bjarga deginum þínum
Svefninn tekur á sig ýmsar myndir.


Nýtt æði hefur gripið um sig meðal hundaeigenda á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega í Facebook-hópinum Dogspotting Society – nefnilega að birta myndir af hundunum á meðan þeir sofa.
Margar frábærar myndir hafa verið birtar undir kassamerkinu #SleepingDogChallenge, enda hundar snillingar í að finna sér óvenjulegar og hlægilegar svefnstöður.
Hér fyrir neðan eru nokkrar góðar, en við hvetjum lesendur Fréttanetsins til að senda okkur fyndnar blundmyndir af íslenskum hundum á netfangið hallo@frettanetid.is.
You must be logged in to post a comment.