Plankinn er ein vinsælasta æfingin í líkamsræktarstöðvum og heimaæfingum. Æfingin snýst um að halda líkamanum uppi, þráðbeinum og reyna að vera kyrr. Það er þessi einfaldleiki og áhersla á að vera kyrr sem gerir það að verkum að maður æfir nánast alla vöðvahópa í líkamanum með því að planka.

En hve lengi á maður að halda planka?

Heimsmetið eru rúma átta klukkustundir og fáir sem reyna við það. Hins vegar eru eflaust margir þarna úti sem reyna að halda planka í nokkrar mínútur. Það er ekkert alltof viturlegt.

Samkvæmt grein á Men’s Health segja sérfræðingar gott að planka í allt frá tíu sekúndum (og taka þá nokkur sett) og upp í tvær mínútur. Alls ekki lengur. Í greininni kemur einnig fram að þeir sem vilja planka ættu að halda sig innan þessa tímaramma þegar plankað er til að varast meiðsl eða önnur óþægindi.

Þeir sem hafa aldrei plankað en vilja byrja ættu að horfa á þetta kennslumyndband: