Þessa uppskrift fann ég á matarvefnum Delish og leita mjög oft huggunar í hana því þessi uppskrift er ofureinföld og rétturinn dásamlega bragðgóður.

Nautakjöt með sesam og engiferi

Hráefni:

450 g „skirt“ steik
salt og pipar
3 msk. maíssterkja
1 tsk. + 1 msk. grænmetisolía
450 g grænar baunir
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1–2 msk. engifer, rifið
¼ bolli sojasósa
1 msk. hrísgrjónaedik
3 msk. sykur
2 vorlaukar, saxaðir
1 msk. sesamfræ

Aðferð:

Setjið kjöt í stóra skál og saltið og piprið. Blandið maíssterkju saman við og setjið til hliðar. Hitið 1 matskeið af olíu í stórri pönnu yfir meðalhita og eldið baunirnar í 1 mínútu. Bætið 2 matskeiðum af vatni saman við og setjið lok á pönnuna. Gufusjóðið í 1 mínútu. Setjið baunirnar á disk og hellið vatni af þeim. Hækkið hitann og hitið restina af olíunni. Bætið kjötinu út í og steikið í 2 til 3 mínútur. Lækkið hitann og bætið hvítlauk, engiferi, sojasósu, ediki og sykur saman við. Hrærið vel og bætið baununum, vorlauk og sesamfræjum saman við. Berið strax fram.