Hvíta húsið í Grafarvogi falt fyrir 122 milljónir
Franskir gluggar, gufubað og glæsileiki.


Tignarlega hvíta húsið í Smárarima í Grafarvogi, sem minnir óneitanlega á Hvíta húsið í Washington, er komið á sölu. Ásett verð er 122,5 milljónir en húsið var byggt árið 1994.

Eignin telur rúmlega 250 fermetra og eru í húsinu sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Eins og sjá má á myndunum hefur húsið verið tekið rækilega í gegn og búið að endurnýja flest innandyra.

Athygli vekur að á aðalbaðherbergi er rúmgott gufubað – lúxus sem sést ekki í hvaða húsi sem er.


Við leyfum myndunum að tala sínu máli en nánari upplýsingar um eignina má nálgast hér.



You must be logged in to post a comment.