Tignarlega hvíta húsið í Smárarima í Grafarvogi, sem minnir óneitanlega á Hvíta húsið í Washington, er komið á sölu. Ásett verð er 122,5 milljónir en húsið var byggt árið 1994.

Glænýtt eldhús.

Eignin telur rúmlega 250 fermetra og eru í húsinu sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Bjart og fallegt.

Eins og sjá má á myndunum hefur húsið verið tekið rækilega í gegn og búið að endurnýja flest innandyra.

Nóg skápapláss.

Athygli vekur að á aðalbaðherbergi er rúmgott gufubað – lúxus sem sést ekki í hvaða húsi sem er.

Gufubað er í húsinu.
Rúmgott og kósí.

Við leyfum myndunum að tala sínu máli en nánari upplýsingar um eignina má nálgast hér.

Nóg pláss fyrir stóra fjölskyldu.
Hér er hægt að hafa það notalegt.
Húsið er svo sannarlega tignarlegt.