Við höfum eldað þennan rétt mörgum sinnum á mínu heimili og alltaf slær hann í gegn. Uppskriftin er fengin af síðunni Diet Doctor, þar sem er að finna alls kyns ketóvænar uppskriftir. Mæli með!

Grískur kjúklingur með ólífum og feta osti

Hráefni:

700 g beinlaus kjúklingur
30 g smjör
90 g pestó (rautt eða grænt)
1 1/4 bolli rjómi
90 g ólífur
140 g fetaostur í teningum
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Skerið kjúklinginn í bita og saltið og piprið. Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórri pönnu og steikið kjúklinginn. Blandið pestói og rjóma saman í skál. Setjið eldaðan kjúklinginn í eldfast mót ásamt ólíum, feta osti og hvítlauk. Hellið pestósósunni yfir. Bakið í 20 til 30 mínútur og berið fram.