Ketó lasanja sem er næstum því of gott til að vera satt
Þið trúið því varla að það sé nánast kolvetnasnautt!


Eins og ég hef áður sagt þá elska ég gott lasanja, en ég rakst á þessa uppskrift að ketó lasanja á matarvefnum Delish og bara varð að próf! Viti menn – þetta er bara svona ansi góður réttur. Frábær um helgar!
Ketó lasagna
Pastaplötur – Hráefni:
225 g rjómaostur
3 stór egg
2 bollar rifinn ostur
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
salt og pipar
Fylling – Hráefni:
1 msk. ólífuolía
1/2 laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. tómatpúrra
450 g hakk
salt og pipar
3/4 bolli pastasósa
1 tsk. þurrkað oreganó
chili flögur
450 g kotasæla
1 1/2 bolli rifinn ostur
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
fersk steinselja, til að skreyta með
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Byrjum á pastaplötunum. Bræðið rjómaost, ost og parmesan í örbylgjuofni þanga til allt er bráðnað. Blandið vel saman og látið kólna lítið eitt, blandið síðan eggjunum saman við. Saltið og piprið. Dreifið úr blöndunni á plötuna og bakið í 15 til 20 mínútur. Látið kólna.
Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk út í og eldið í 5 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið púrru saman við og blandið vel saman. Bætið hakki út í og saltið og piprið. Eldið í um 6 mínútur og hellið síðan vökvanum af. Setjið pönnuna aftur á helluna og bætið pastasósuna saman við. Hitið í gegn og kryddið með salti, pipar og chili flögum. Skerið pastaplöturnar í tvennt og skerið hvorn hluta í þrennt. Setjið þokkalegt magn af hakksósunni í eldfasta mótið og raðið 2 pastaplötum ofan á. Setjið lag af kotasælu yfir plöturnar og síðan lag af kjötsósunni. Stráið osti yfir. Endurtakið þar til allt er komið og endið á að skreyta með parmesan osti. Bakið í um 30 mínútur, skreytið með steinselju og berið fram.