Á hverju ári eru 27 þúsund bollar af tei, 20 þúsund skonsur og 20 þúsund kökusneiðar borðaðar í garðpartíum konungsfjölskyldunnar. Þetta kemur fram í Instagram-færslu frá bresku konungsfjölskyldunni þar sem bakarar í þjónustu hennar hátignar deila einni af uppáhalds uppskriftum Elísabetar drottningar, nefnilega að skonsum.

Konunglegar skonsur

Hráefni:

500 g hveiti
28 g lyftiduft
94 g smjör
86 g sykur
2 egg
140 ml „butter milk“ (svipað og súrmjólk)
100 g rúsínur (í bleyti í heitu vatni í hálftíma) – má sleppa

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Blandið hveiti, lyftidufti, smjöri og sykri saman í skál þar til blandan líkist mulningi. Þeytið egg og mjólk saman í annarri skál. Bætið því saman við mulninginn. Blandið saman þar til deigið er silkimjúkt. Bætið rúsínunum saman við. Takið deigið úr skálinni, fletjið það út og hyljið með viskastykki eða klút. Leyfið deiginu að hvíla í hálftíma. Fletjið deigið út þar til það nær 2,5 sentímetra þykkt og skerið út. Leyfið skonsunum að hvíla í 20 mínútur til viðbótar. Penslið skonsurnar með eggjum blönduðum með vatni eða mjólk. Bakið í 10-12 mínútur. Leyfið skonsunum að kólna og berið fram með sultu og bökuðum rjóma (e. clotted cream).

Myndband af skonsugerð má sjá hér fyrir neðan:

View this post on Instagram

Every year at Garden Parties across The Royal Residences, over 27,000 cups of ☕️, 20,000 🥪 and 20,000 slices of 🍰 are consumed! The Royal Pastry Chefs are happy to share their recipe for fruit scones, which traditionally would be served at Buckingham Palace every summer. Remember to tag us in your #royalbakes creations! 𝗜𝗻𝗴𝗿𝗲𝗱𝗶𝗲𝗻𝘁𝘀: -500g Plain Flour -28g Baking Powder -94g Butter -86g Sugar -2 Whole Eggs -140ml Butter Milk -100g Sultanas – a type of raisin (Cover in hot water and leave to soak for 30 minutes) 𝗠𝗲𝘁𝗵𝗼𝗱: -Preheat oven to 180 C -Mix the flour, baking powder, butter and sugar together in a bowl, until a crumb is formed -In a separate bowl, whisk the eggs and buttermilk together -Add the liquid to the crumb mixture -Continue to mix the dough, until it is smooth -(Optional) Add the sultanas, and mix until evenly distributed 1Remove the dough from the bowl, flatten the dough and cover -Leave to rest for approximately 30 minutes -Roll out the dough to a thickness of 2.5 cm and cut to desired shape -Rest the scones for another 20 minutes -Gently egg was the top of the scones -Bake in the oven for 10-12 minutes until golden brown -Cool before serving with jam and clotted cream Enjoy!

A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) on