Konunglegu bakararnir deila uppáhalds uppskrift Elísabetar drottningar
Nú getum við almúgafólkið lifað eins og kóngafólk.


Á hverju ári eru 27 þúsund bollar af tei, 20 þúsund skonsur og 20 þúsund kökusneiðar borðaðar í garðpartíum konungsfjölskyldunnar. Þetta kemur fram í Instagram-færslu frá bresku konungsfjölskyldunni þar sem bakarar í þjónustu hennar hátignar deila einni af uppáhalds uppskriftum Elísabetar drottningar, nefnilega að skonsum.
Konunglegar skonsur
Hráefni:
500 g hveiti
28 g lyftiduft
94 g smjör
86 g sykur
2 egg
140 ml „butter milk“ (svipað og súrmjólk)
100 g rúsínur (í bleyti í heitu vatni í hálftíma) – má sleppa
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C. Blandið hveiti, lyftidufti, smjöri og sykri saman í skál þar til blandan líkist mulningi. Þeytið egg og mjólk saman í annarri skál. Bætið því saman við mulninginn. Blandið saman þar til deigið er silkimjúkt. Bætið rúsínunum saman við. Takið deigið úr skálinni, fletjið það út og hyljið með viskastykki eða klút. Leyfið deiginu að hvíla í hálftíma. Fletjið deigið út þar til það nær 2,5 sentímetra þykkt og skerið út. Leyfið skonsunum að hvíla í 20 mínútur til viðbótar. Penslið skonsurnar með eggjum blönduðum með vatni eða mjólk. Bakið í 10-12 mínútur. Leyfið skonsunum að kólna og berið fram með sultu og bökuðum rjóma (e. clotted cream).
Myndband af skonsugerð má sjá hér fyrir neðan: