Ég elska alls kyns rækjurétti. Ég elska líka sterkan mat og því má segja að þessi réttur, sem ég fann á matarvefnum Delish, sé hinn fullkomni réttur fyrir mig. Hæfilega bragðsterkur og dásamlega djúsí. Njótið!

Bragðsterkur rækjuréttur

Hráefni:

3 msk. smjör
1 lítill laukur, saxaður
1 græn paprika, söxuð
2 sellerístilkar, saxaðir
salt og pipar
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. paprikukrydd
2 tsk. þurrkað timjan
2 tsk. oreganó
1 tsk. cayenne pipar
1½ bolli kjúklingasoð
2 lárviðarlauf
1 dós maukaðir tómatar
2 vorlaukar, þunnt skornir
2 tsk. Worcestershire sósa
safi úr ½ sítrónu
1 msk. grænmetisolía
650 g risarækjur, hreinsaðar

Aðferð:

Bræðið smjör í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk, papriku og sellerí út í og eldið í um 5 mínútur. Saltið og piprið. Bætið hvítlauk, paprikukryddi, timjan, oreganó og cayenne pipar saman við og eldið í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Bætið kjúklingasoði út í og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 6 til 8 mínútur. Bætið tómötum út í og látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Bætið vorlauk og Worcestershire sósu út í og eldið í um 10 mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað. Saltið og piprið eftir smekk. Slökkvið á hitanum og hrærið sítrónusafa saman við. Takið ykkur aðra pönnu í hönd og hitið grænmetisolíu á henni yfir meðalhita. Steikið rækjurnar þar til þær eru bleikar, eða í um 2 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið og bætið síðan rækjunum út í sósuna. Skreytið með meiri vorlauk og berið jafnvel fram með hrísgrjónum.