Þessa uppskrift fann ég á síðunni Healthy Fitness Meals. Þessi réttur er rosalega einfaldur, hollur og seðjandi. Virkilega dásamlegt þegar maður hefur ekki allan tímann í heiminum til að spá í mat.

Hunangs- og hvítlaukslax

Hráefni:

4 laxaflök
salt og pipar
1 msk. ólífuolía
1/4 bolli sojasósa
2 msk. hunang
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður

Aðferð:

Hitið olíuna yfir meðalhita í stórri pönnu. Saltið og piprið laxaflökin. Setjið flökin á pönnuna, snúið roðinu upp, og eldið í 5 til 6 mínútur. Snúið þeim við og eldið í aðrar 4 til 5 mínútur. Blandið sojasósu, hunangi og hvítlauk vel saman í skál. Drissið sósunni yfir laxinn og berið hann strax fram.