Það getur oft verið mikill hausverkur að ákveða hvað eigi að vera í matinn kvöld hvert. Hér er á ferð afar einfaldur réttur sem er meinhollur og einstaklega ljúffengur. Auk þess tekur aðeins tuttugu mínútur að elda hann.

Nautakjöt með sesam og engiferi

Hráefni:

450 g nautakjöt, skorið í litla bita
salt og pipar
3 msk maíssterkja
1 tsk + 1 msk grænmetisolía
450 g ferskar, grænar baunir
3 hvítlauksgeirar
smá bútur af engiferi, smátt skorinn
1/4 bolli sojasósa
1 msk hrísgrjónaedik
3 msk sykur
2 vorlaukar, saxaðir
1 msk sesamfræ

Aðferð:

Saltið og piprið nautakjötið og setjið það í skál. Blandið saman við maíssterkju þar til allir bitar eru huldir í sterkjunni. Leggið til hliðar. Hitið 1 matskeið af olíu í pönnu yfir meðalhita. Eldið baunirnar í 1 mínútu. Bætið 2 matskeiðum af vatni saman við og setjið lok á pönnu. Gufusjóðið í 1 mínútu til viðbótar. Setjið baunirnar á disk og hellið vökva af pönnu. Setjið pönnu aftur á helluna, nú á háum hita. Setjið restina af olíunni á pönnuna og hitið hana vel. Steikið kjötið í 2 til 3 mínútur. Lækkið hitann og bætið hvítlauk, engiferi, sojasósu, ediki og sykri saman við. Hrærið vel saman. Bætið baununum saman við og skreytið með vorlauk og sesamfræjum. Berið fram strax með grænmeti að eigin vali.