Ég fann alveg hreint dásamlega uppskrift að bananabrauði á YouTube-síðu matarvefsins Delish á dögunum og bara varð að deila uppskriftinni með ykkur. Þið verðið sko ekki svikin af þessu lostæti sem er langbest ylvolgt með smjöri og osti.

Banana brauð

Hráefni:

2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
115 g smjör, brætt
1 bolli sykur
1 stórt egg + 1 eggjarauða
1/4 bolli sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar
3 þroskaðir bananar, maukaðir
1/2 bolli súkkulaðibitar
1/2 bolli ristaðar valhnetur, saxaðar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og takið til brauðform. Smyrjið það vel. Blandið hveiti, matarsóda og salti vel saman í skál. Blandið smjöri, sykri, eggi, eggjarauðu, sýrðum rjóma og vanilludropum saman í annarri skál. Blandið bönönunum saman við og hrærið vel. Bætið þurrefnunum smátt og smátt saman við þar til allt er blandað saman. Blandið súkkulaðibitum og hnetum saman við og hellið blöndunni í formið. Bakið í um klukkustund og leyfið brauðinu að kólna í 10 mínútur áður en það er tekið úr forminu.