Lík fannst í Piru vatni í Kaliforníu í dag, en Glee-stjarnan Naya Rivera hvarf á þeim slóðum fyrir fimm dögum síðan.

Leit hefur staðið yfir að Rivera síðan þá, en hún var úti á bát með fjögurra ára syni sínum. Mæðginin leigðu sér bát en þegar að þau skiluðu ekki bátnum á tilsettum tíma fór starfsmaður bátaleigunnar að athuga málin. Þá fannst sonur Rivera sofandi á bátnum en Rivera hvergi sjáanleg. Talið er að leikkonan hafi drukknað.

Gengið út frá því að Glee-stjarnan sé látin

Ekki er búið að bera kennsl á líkið sem fannst í dag og hafa lögregluyfirvöld boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Us Weekly segir frá.

Rivera er 33ja ára gömul og er best þekkt fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Glee.