Friends eru einir vinsælustu sjónvarpsþættir allra tíma, en meðal þess sem stóð upp úr í hverri þáttaröð voru sérstakir þakkargjörðarþættir.

Í einum slíkum, nánar til tekið í þættinum The One With All the Thanksgivings frá árinu 1998, setur Monica, sem leikin er af Courteney Cox, kalkún á hausinn á sér og dansar til að gleðja nýja kærastann sinn, Chandler. Er þetta í fyrsta sinn sem Chandler segir Monicu að hann elski hana, en sannir Friends-aðdáendur vita að síðar gengu þau Chandler og Monica í það heilaga.

Courteney Cox tók sig til á Instagram og ákvað að endurgera þennan fræga kalkúnadans, aðdáendum hennar til mikillar ánægju.

Margir héldu kannski að Cox hafi verið með gervikalkún á höfðinu þegar að atriðið fræga var tekið upp, en Cox leiðréttir þann misskilning á Instagram.

Með því að vefja andlitinu inn í plastfilmu nær hún að troða alvöru kalkún yfir höfuðið á sér, eitthvað sem er ekki mælt með að gera heima – þó afar fyndið sér.