Ugur Gallenkus er listamaður frá Istanbúl í Tyrklandi. Hann hefur vakið gríðarlega mikla athygli á Instagram fyrir klippimyndir sínar, og skal engan undra.

Myndirnar eru áhrifamiklar, en Gallenkus klippir saman myndir frá mismunandi heimshornum til að sýna svart á hvítu hve mikil misskipting auðs, valds og velmegunar er í heiminum.

Með þessu vill Gallenkus varpa ljósi á þá hættu sem steðjar að heimsbyggðinni, svo sem óréttlæti, stríð og loftslagsbreytingar. Hann einfaldlega klippir tvær myndir saman til að sýna andstæðurnar á milli þeirra tveggja heima sem við lifum í. Hann hvetur fólk til að hugsa sig um og ráðamenn til að taka ákvarðanir sem muni lágmarka fyrrnefnda hættu.

Við vinnslu á klippimyndum sínum notar Gallenkus raunverulegar myndir frá virtustu blaðaljósmyndurum samtímans, en hér fyrir neðan má sjá nokkrar átakanlegar myndir.