Það er margt sem hefur komist í tísku á tímum heimsfaraldurs. Lóð, ketilbjöllur og alls kyns líkamsræktartæki fyrir heimarækt seldust upp og klósettpappír seldist sem aldrei fyrr.

Svo er það blessað súrdeigsbrauðið sem margir reyndu að mastera. Þeim sem tókst það birtu myndir af meistaraverkunum á samfélagsmiðlum í gríð og erg. Hinir sátu eftir með sátt ennið og botnuðu ekkert í hvernig þeir gátu drepið súrmömmuna.

Sjá einnig:

Kanntu súrdeigsbrauð að baka ?

Ný vara í Costco gerir seinni hópnum kleift að taka gleði sína á ný. Forsvarsmenn Costco hafa nú endanlega toppað sig og tryggt að sem flestir geti notið súrdeigsbrauða.

Um er að ræða forbökuð súrdeigsbrauð sem Costco í Bandaríkjunum hóf nýverið að selja. Nú þarf ekki að eyða mörgum dögum í að fullkomna súrinn og baka brauð heldur er hægt að kippa með sér forbökuðum brauðum og einfaldlega hita þau upp.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af vörunni en ekki er ljóst hvort eða hvenær hún komi til Íslands: